Við viljum minna kattaeigendur á að frá seinni hluta apríl og fram er varptími og tími lítilla unga.
Á þessum tíma er því tilvalið að fara að gera ráðstafanir til að draga úr veiðum. Gott er að nota svokallaða trúðakraga og nóg af bjöllum á hálsólina.
Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðbeiningar sem gott er að hafa í huga finnir þú slasaðann unga:
Best er að fylgjast með úr fjarlægð og leyfa náttúrunni að hafa sinn gang. Í langflestum tilfellum eru foreldrarnir að fylgjast með og halda sig fjarri ef við mannfólkið erum að skipta okkur af eða ef við komum of nálægt unganum. Mestar líkur fyrir unga til að komast á legg eru ef þeir fá að vera undir verndarvængjum foreldra af sömu tegund.
Ávallt skal fullvísa sig um eftirfarandi áður en fuglar eru teknir:
– að foreldrar séu dánir
– að unginn sé með sjáanlega áverka
– þú hefur fylgst með ungunum úr fjarlægð í meira en 2 tíma og foreldrar skila sér ekki
– Forðist að snerta ungann með berum höndum
Njótum náttúrunnar í sátt við dýr og menn.
The comments are closed.