Markmið fyrirtækisins er að veita framúrskarandi þjónustu á sviði dýralækninga. Verslun okkar er með hágæða vörum úr náttúrulegum, endurunnum og / eða endurvinnanlegum efnum ásamt hágæða dýrafóðri.
Gæludýraklíníkin þjónustar gæludýraeigendur á höfuðborgarsvæðinu sem og af landinu öllu.
Boðið er upp á alla grunn heilbrigðisþjónustu fyrir gæludýr, fyrirbyggjandi meðferðir, meðhöndlanir á sjúkdómum og meiðslum ásamt almennum skurðaðgerðum. Eins verður boðið upp á sérhæfðar aðgerðir og þjónustu á sviði tannlækninga en klíníkin hefur dýralækna sem hafa aflað sér aukamenntunar og reynslu á þessu sviði.
Á Gæludýraklíníkinni er einblínt á fagleg vinnubrögð með velferð og hagsmuni dýra og eigenda þeirra að leiðarljósi. Áhersla er því lögð á endurmenntun allra starfsmanna.
Mikil starfsreynsla og kunnátta kemur inn í fyrirtækið með stofnendum og er það stór liður í að veita faglega og framúrskarandi þjónustu. Vandvirkni og heiðarleiki í samskiptum innan sem utan fyrirtækisins er einnig liður í því að veita bestu mögulegu þjónustu við gæludýraeigendur hverju sinni.
Reynsla stofnenda fyrirtækisins ásamt ástríðu fyrir velferð dýra skapar faglegan og góðan vinnustað sem veitir gæludýrum og eigendum framúrskarandi þjónustu.
Gildi Gæludýraklíníkarinnar er fagmennska, traust, samvinna.
Gæludýraklíníkin er með græna stefnu, umhverfissjónarmið í fyrirrúmi og tekur þar með einstaklingsbundna og samfélagslega ábyrgð í baráttunni við loftslagsbreytingar af mannavöldum. Reksturinn er með skýr markmið er varða umhverfið og leitast er við að hann sé vistvænn og stefnt er að umhverfisvænni vottun. Markmiðið er að stuðla að umhverfisvænni innkaupum, flokkun og endurvinnslu. Leitast er eftir að spara orku, vatn og hita ásamt því að stuðla að vistvænni hugsun og hegðun.