Gæludýraklíníkin hefur sett sér ákveðna umhverfisstefnu. Umhverfissjónarmið verða ætíð í fyrirrúmi við val á byggingarefni, dagleg störf á stofunni s.s.. efnisnotkun og flokkun sorps auk vöruúrvals fyrir viðskitpavini. Gæludýraklíníkin tekur þar með einstaklingsbundna og samfélagslega ábyrgð í baráttunni við loftslagsbreytingar af mannavöldum.
Helstu áherslu þættir:
- Rafræn þjónusta, lögð er áhersla á að halda í lágmarki prentefni og er því flest allt upplýsingaefni til viðskiptavina á rafrænu formi, tímabókanir ofl.
- Reksturinn á að vera vistvænn og munum við leitast við að fylgja leiðbeiningum er varða fyrirtæki með umhverfisvæna vottun.
- Markmiðið er að stuðla að umhverfisvænni innkaupum. Valdar verða eingöngu vottuð hreinsiefni og sápur og pappír í pappírsskammtarar.
- Flokkun og endurvinnsla: Sorp verður flokkað til hins ýtrasta og skilað á þar til gerðar endurvinnslustöðvar.
- Leitast verður eftir að spara orku, vatn og hita ásamt því að stuðla að vistvænni hugsun og hegðun. M.a. með notkun sjálfvirkra blöndunartækja sem skammta notanda vatn eftir þörfum.
- Val á innviðum fyrirtækisins, byggingarefni og húsgögnum, eru viðurkennd byggingarefni framleidd og vottuð sem umhverfisvæn eða endurunnin.
- Val á vörum í verslun verður með áherslu á umhverfisvænar og náttúrulegar vörur, unnar úr endurunnu eða endurvinnanlegu efni sem brotnar auðveldlega niður í umhverfinu. Skoðað verður úrval slíkra vara á landinu og erlendir birgjar metnir.